Bjórinn okkar

Haugen-Gruppen ehf hefur á boðstólnum heimsþekkt vörumerki í bjór.

Stella Artois er bruggaður samkvæmt aldagamalli hefð en það eru yfir 600 ár síðan þessi bjór var í fyrsta skiptið bruggaður, árið 1366 í Leuven í Belgíu. Einungis hágæða hráefni er notað við bruggun þessa gullna lagers sem á sér engan líkan.  Stella Artois er enn í dag borinn fram í Chalice glasinu sem var sér hannað árið 1926 til að draga fram hið einstaka bragð og angan bjórsins og er hin fullkomna leið til að njóta Stella Artois.

Beck‘s er þýskur lagerbjór og á rætur sínar að rekja aftur til 1875. Hann er bruggaður í Bremen samkvæmt „German beer purity law“ sem ná aftur til 1516. Beck‘s er þekktur fyrir að halda tryggð við uppruna sinn og þegar kemur að gæðum eru engar málamiðlanir.  Þessi þýski gæðabjór hefur sterkan karakter og er bestur ískaldur, beint úr flöskunni!

Það var árið 1876 að Adolphus Busch tókst að fullkomna þá list að brugga hinn magnaða ameríska lager Budweiser. Ekki hefur þótt nokkur ástæða til að gera neinar breytingar síðan. Þessi brakandi ferski lager lifði af bannárin í Bandaríkjunum og er hannaður til þess að gera góðar stundir skemmtilegri!

Fara á vín síðu
Karfan er tóm

Fara á vín síðu
Karfan er tóm