Um okkur

Haugen-Gruppen Wine & Spirit er vaxandi fyrirtæki í innflutningi, sölu og markaðssetningu á áfengum drykkjarvörum.  Fyrirtækið var stofnað 1. apríl 2009 með kaupum á rekstri Víno ehf. og er hluti af stórri heild því Haugen-Gruppen er staðsett á öllum Norðurlöndunum.

Við flytjum inn og seljum léttvín frá öllum helstu vínræktarsvæðum heims. Í Evrópu erum við með vín frá Spáni, Frakklandi, Ítalíu, Portúgal og Austurríki. Einnig flytjum við inn vín frá Chile, Argentínu, Suður-Afríku, Nýja Sjálandi og Ástralíu. Við leggjum mikið upp úr því að vera með fjölbreytt úrval léttvína og að bjóða upp á gæða vín í öllum verðflokkum.

Haugen-Gruppen er með umboð frá stærsta bjórframleiðanda í heimi Anheuser Bush-Inbev. Þeir framleiða m.a. bjórinn Stella Artois, Leffe og Hoegaarden sem kemur frá Belgíu, Beck's, Franziskaner og Lövenbräu frá Þýskalandi og Budweiser frá Bandaríkjunum svo eitthvað sé nefnt.

Fyrirtækið hefur umboð fyrir heimsþekktum vörumerkjum  í sterku áfengi og ber þá helst að nefna The Famous Grouse, Macallan, Highland Park, Laphroiag, Jim Beam, Cointreau, Remy Martin, Passoa, Bols, Russian Standard, Mickey Finn’s, Stroh, Gammel Dansk ásamt mörgum öðrum vörumerkjum.

Fara á vín síðu
Karfan er tóm

Fara á vín síðu
Karfan er tóm